Réttur þeirra sem ekki hafa atvinnu

Fimmtudaginn 12. febrúar 1998, kl. 12:00:54 (3733)

1998-02-12 12:00:54# 122. lþ. 66.1 fundur 71. mál: #A réttur þeirra sem ekki hafa atvinnu# þál., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur

[12:00]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Að mínu áliti er það ósæmilegt að gera manni upp orð og skoðanir og hugsanir. Ég hef aldrei notað orðið aumingi hér. Ég hef aldrei notað orðin, að menn væru þjóðfélaginu til byrði. Ég fór yfir þetta, sagði frá því hvernig ég þættist vita að þetta væri, hvaða upplýsingar ég hefði fengið frá Tryggingastofnun ríkisins en bað þingheim að horfa til þess að það væru einstaklingarnir sjálfir. Og til að nálgast þá ættum við að reyna að ná tökum á þessu máli. Það var það sem ég sagði, sem ég veit að menn gátu skilið og allir skildu nema kannski hv. þm. Kristján Pálsson.