Réttur þeirra sem ekki hafa atvinnu

Fimmtudaginn 12. febrúar 1998, kl. 12:01:46 (3734)

1998-02-12 12:01:46# 122. lþ. 66.1 fundur 71. mál: #A réttur þeirra sem ekki hafa atvinnu# þál., KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur

[12:01]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Þetta var nú sú tilfinning sem ég fékk eftir ræðu hv. þm. Ef það hefur verið misskilningur hjá mér, þá er ég að sjálfsögðu tilbúinn til að draga það til baka að sú hafi verið meiningin hv. þm. Ég fagna því að við erum þá sammála um að þarna er að sjálfsögðu um margar ástæður að ræða þegar fólk berst í þessum geira, sem er atvinnuleysisgeirinn, á bótum sem enginn vill vera á. Það vill enginn vera á örorkubótum eða atvinnuleysisbótum. Allt þetta fólk vill vera heilbrigt eða í atvinnu og ég held að um það séu allir sammála.