Réttur þeirra sem ekki hafa atvinnu

Fimmtudaginn 12. febrúar 1998, kl. 12:33:10 (3741)

1998-02-12 12:33:10# 122. lþ. 66.1 fundur 71. mál: #A réttur þeirra sem ekki hafa atvinnu# þál., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur

[12:33]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Mér hefur aldrei dulist að engin löggjöf er alfullkomin og ég er fús að reyna að breyta löggjöf eftir því sem ég sannfærist um að hægt sé að gera það.

Hv. þm. er mjög velkominn í þessa för með félmn. í Vinnumálastofnun og jafnvel vil ég nota tækifærið og bjóða honum í ráðuneytið líka ásamt nefndinni.

Síðan er eitt enn. Það er að mínu mati mjög mikilvægt atriði sem hv. þm. nefndi um réttarsambandið, sjálfsímyndina og stöðu fiskverkafólks. Ég tel að það sé mjög mikilvægt fyrirkomulag að við höfum borgað allt að 60 daga í atvinnuleysisbætur til fyrirtækjanna til að halda fólki á launaskrá og segja því ekki upp í hráefnisskorti.