Jafnréttisfræðsla fyrir æðstu ráðamenn

Fimmtudaginn 12. febrúar 1998, kl. 14:25:18 (3761)

1998-02-12 14:25:18# 122. lþ. 66.4 fundur 366. mál: #A jafnréttisfræðsla fyrir æðstu ráðamenn# þál., félmrh.
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur

[14:25]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Það verður að hafa það þó að hv. þm. sé mjög óánægð. Ég get ekkert gert að því. Það er hennar mál. Ég hef mitt vinnulag sem ég að vísu viðurkenni að er kannski ekki það vinnulag sem hámenntaðir uppeldisfræðingar nota. En ég tel hins vegar að það sé betra að fá fólk til að leggja sig fram með því að fara vel að því heldur en illa. Í þeim verkum sem ég hef verið að reyna að vinna í mínu ráðuneyti hef ég reynt að gera hlutina ekki með fyrirskipunum heldur með tilmælum og ég hef náð sæmilegum árangri held ég til þess að ná vilja mínum með því verklagi.