Jafnréttisfræðsla fyrir æðstu ráðamenn

Fimmtudaginn 12. febrúar 1998, kl. 14:27:17 (3763)

1998-02-12 14:27:17# 122. lþ. 66.4 fundur 366. mál: #A jafnréttisfræðsla fyrir æðstu ráðamenn# þál., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur

[14:27]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka uppeldisfræðingnum, doktornum, fyrir þá viðurkenningu að upplýsa það að aðferðafræðin sé rétt. En ég fæ mig ekki til þess að skilja að ef aðferðafræðin er rétt, sem ég fagna mjög og sé að ég hef verið á réttri leið, þá eigi hún ekki við um þetta efni eins og önnur. Ef það þarf að vinna að jafnréttismálum með nauðung þó að betra sé að vinna með ljúfleika í öðrum málefnum, þá er ég bara ekki með. Ef þetta er góð aðferðafræði sem hér hefur verið upplýst, þá ætla ég að vinna eftir henni áfram.