Jafnréttisfræðsla fyrir æðstu ráðamenn

Fimmtudaginn 12. febrúar 1998, kl. 14:28:16 (3764)

1998-02-12 14:28:16# 122. lþ. 66.4 fundur 366. mál: #A jafnréttisfræðsla fyrir æðstu ráðamenn# þál., Flm. GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur

[14:28]

Flm. (Guðný Guðbjörnsdóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hæstv. ráðherra talar um ljúfa aðferðafræði. Er það sú aðferðafræði sem hefur sýnt okkur þann árangur sem er nú að verða í launamálum kynjanna og felst í því að jafnréttislögin eru brotin af svo til öllum ráðherrum í þessari ríkisstjórn og þeirri sem sat þar áður? Reynslan sýnir okkur að þessi ljúfa aðferðafræði sem hér er notuð er ein meginskýringin á því að jafnréttislög eru brotin daglega af ráðherrum sem öðrum. Það er kominn tími til að íslensk stjórnvöld taki þessi lög jafnalvarlega og önnur, láti fjármagn núna fylgja þeim eftir og stingi ekki höfðinu í sandinn og telji best að ná þessu öllu fram með hægindum. Það gerist bara einfaldlega ekki þannig. Við höfum 20 ára reynslu sem sýnir að svo er ekki.