Íþróttalög

Föstudaginn 13. febrúar 1998, kl. 11:49:14 (3818)

1998-02-13 11:49:14# 122. lþ. 67.3 fundur 447. mál: #A íþróttalög# (heildarlög) frv., menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur

[11:49]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Varðandi spurninguna um Íþróttasjóð þá gerir íþróttanefndin núna tillögu til fjárln. um skiptingu þessa fjár. Hér er mælt fyrir um að sjóðurinn verði í höndum menntmrh. og nefndin gerir tillögu til menntmrh. í staðinn fyrir að gera tillögu til fjárlaganefndar eins og nú er. Og það eru þessar 14,8 milljónir sem hv. þm. vék að.

Varðandi 5. gr. veit ég ekki nema að hv. þm. ætti að kynnast launhelgum íþróttahreyfingarinnar í nefndinni um þetta atriði og átta sig á því þar hvað hér er um að ræða. Hér er um mikilvægt atriði að ræða varðandi farsælan framgang þessa frv. En ég held að það væri rétt að menn ræddu það á vettvangi nefndarinnar. Einnig vek ég athygli á ítarlegri skýrslu sem nefndarmenn geta fengið, þ.e. fylgiskjali með skýrslunni um eflingu íþróttastarfs þar sem eru allar fundargerðir nefndarinnar sem fjallaði um þetta. Þar geta menn líka kynnst umræðum um málið þannig að sjálfsagt er að hv. nefnd fái aðgang að þeirri skýrslu líka þegar hún fer yfir þetta mál.