Íþróttalög

Föstudaginn 13. febrúar 1998, kl. 11:50:29 (3819)

1998-02-13 11:50:29# 122. lþ. 67.3 fundur 447. mál: #A íþróttalög# (heildarlög) frv., RG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur

[11:50]

Rannveig Guðmundsdóttir (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Í ljósi nýrra alvarlegra upplýsinga sem fram hafa komið hefur þingflokkur jafnaðarmanna óskað eftir umræðu utan dagskrár um embættisfærslur ráðherra. Við höfum óskað eftir því að umræðan fari fram á mánudag svo að tryggt sé að nauðsynlegar upplýsingar liggi fyrir og að hæstv. ráðherrum, Þorsteini Pálssyni og Halldóri Ásgrímssyni, gefist ráðrúm til að undirbúa svör sín, m.a. um að þinginu hafi verið veittar villandi upplýsingar og um meinta aðild þeirra að reynslulausn dæmds sakamanns.

Með vísan til þessa teljum við einnig sanngjarnt að 96. mál, um ráðherraábyrgð, sem fjallar um að ráðherra gefi Alþingi rangar eða villandi upplýsingar og er á dagskrá fundarins í dag, verði tekið út af dagskrá og rætt í tengslum við þetta mál eftir helgi.