Starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka

Föstudaginn 13. febrúar 1998, kl. 14:27:22 (3839)

1998-02-13 14:27:22# 122. lþ. 67.7 fundur 70. mál: #A starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka# frv., Flm. JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur

[14:27]

Flm. (Jóhanna Sigurðardóttir) (andsvar):

Herra forseti. 7. gr. þessa frv. snýst ekki um tekjur þingmanna eða laun þeirra. Hún snýst um ákveðið prinsipp, ákveðið siðferði í íslenskum stjórnmálum, sem snýst um að þingmenn geti sinnt skyldum sínum með þeim hætti að þeir geti haft eðlilegt eftirlitshlutverk með framkvæmdarvaldinu, sem ég tel að þeir eigi erfiðara með ef þeir sitja í stofnunum sem lána út peninga, í bankaráði, í fyrirtækjum á vegum hins opinbera, sem þeir síðan eiga að hafa eftirlit með. Herra forseti. Ég ítreka það að þessi grein snýst ekki um laun þingmanna, hún snýst um prinsipp og siðferði í íslenskum stjórnmálum og að við hér inni gætum þess að ekki sé um að ræða óeðlilega hagsmunaárekstra í störfum á vegum framkvæmdarvaldsins og innan þingsins.