Starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka

Föstudaginn 13. febrúar 1998, kl. 14:58:35 (3843)

1998-02-13 14:58:35# 122. lþ. 67.7 fundur 70. mál: #A starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka# frv., Flm. JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur

[14:58]

Flm. (Jóhanna Sigurðardóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir þátttöku í þessari umræðu sem var á margan hátt athyglisverð og málefnaleg. Mér heyrist koma fram í máli hv. þm. að hann hafi marga fyrirvara við kannski þann þátt frv. sem snýr að skipulagi stjórnmálaflokkanna en hann sé mjög jákvæður fyrir því sem er meginmál þessa frv., þ.e. að stjórnmálaflokkarnir birti ársreikninga sína opinberlega og að þeir séu framtals- og skattskyldir. Það hefur mér fundist líka koma fram í máli annarra sem hér hafa talað og það eru fulltrúar allra flokka nema Sjálfstfl., sem er út af fyrir sig athyglisvert, en Sjálfstfl. hefur helst beitt sér gegn því að sett yrðu lög um fjárreiður stjórnmálaflokkanna.

Ég vil bara segja í tilefni orða síðasta ræðumanns að mér eru einstök ákvæði í frv. sem snerta skipulag stjórnmálaflokkanna út af fyrir sig ekkert heilög. Meginatriði og kjarni frv. er að birta ársreikningana opinberlega, að þeir séu framtals- og skattskyldir og líka það ákvæði, sem ég man nú ekki hvort hv. þm. fór inn á, að setja ákveðið þak á framlög frá einstaklingum, en á því held ég að þurfi á einn eða annan hátt að taka í þinginu. Þess vegna fagna ég þeirri umræðu sem fram hefur farið hér um þetta mál.