Uppboð á skuldabréfum ÞÞÞ á Akranesi

Mánudaginn 16. febrúar 1998, kl. 17:26:23 (3893)

1998-02-16 17:26:23# 122. lþ. 68.92 fundur 220#B uppboð á skuldabréfum ÞÞÞ á Akranesi# (umræður utan dagskrár), dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 122. lþ.

[17:26]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Mér kemur það mjög á óvart að hv. 13. þm. Reykv., í ljósi þingreynslu hennar, skuli gera kröfu til þess að dómsmrn. taki 20 ára skuldabréf sem greiðslu upp í sekt, mismuni þannig öllum þeim sem þannig er ástatt fyrir og gangi gegn skýrum ákvæðum laga sem hér voru samþykkt. Ég verð að segja það alveg eins og er, herra forseti, að það kemur mér mjög á óvart að hv. 13. þm. Reykv. skuli gerast talsmaður slíkra viðhorfa. Jafnvel þótt Ríkisendurskoðun hafi orðið á mistök um lagalega túlkun í skýrslu sinni þá undrast ég að hv. 13. þm. Reykv., meðan lagalegar niðurstöður þess máls liggja fyrir, skuli gerast talsmaður þessa. Það kemur mér sannarlega á óvart en maður lærir alltaf eitthvað nýtt.