Uppboð á skuldabréfum ÞÞÞ á Akranesi

Mánudaginn 16. febrúar 1998, kl. 18:42:28 (3909)

1998-02-16 18:42:28# 122. lþ. 68.92 fundur 220#B uppboð á skuldabréfum ÞÞÞ á Akranesi# (umræður utan dagskrár), MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 122. lþ.

[18:42]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Einkennileg eða ekki einkennileg. Niðurstaða sýslumanns er þessi. Hún liggur hér fyrir í opinberum gögnum. Það sama segir í raun og veru í niðurstöðu Ragnars Halls og Ríkisendurskoðunar, að fjmrn. hafi brugðist þessu hlutverki sínu.

Sýslumaðurinn færði rök fyrir því að færa sektina, það er rétt. Ragnar Hall tekur þau rök, tætir þau niður og það stendur ekkert eftir af þeim svo að maður einskorði sig ekki við málflutning Ríkisendurskoðunar. Hann gerir það líka. Ráðuneytið hafði ákveðinn tíma. Bréfið er skrifað að mig minnir 3. júlí og er svarað 15. júlí. Það hefur þennan tíma til þess að fara yfir erindi sýslumanns og hafði alla möguleika til þess að skoða hvort einhver rök lægju þarna að baki úr því að sýslumaðurinn leitar sérstaklega eftir áliti ráðuneytisins.