Samskipti dómsmálaráðuneytisins og lögregluyfirvalda

Þriðjudaginn 17. febrúar 1998, kl. 17:22:48 (3948)

1998-02-17 17:22:48# 122. lþ. 69.92 fundur 235#B samskipti dómsmálaráðuneytisins og lögregluyfirvalda# (umræður utan dagskrár), HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 122. lþ.

[17:22]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Ég hóf ræðu mína á því að minnast á yfirlýst markmið stjórnvalda, Reykjavíkurborgar og ríkisins, að Ísland verði fíkniefnalaust árið 2000. Ég á ekki von á því að nokkrum detti í hug að þetta markmið náist. Ég vil frekar hafa það að umtalsefni, hvernig við getum stuðlað að því að Ísland verði vímuefnalaust. Ég vil ekki deila um keisarans skegg, um einhverja smámuni. Því miður hafa menn eytt tímanum í það í dag.

Varðandi slefburðinn þá get ég upplýst hv. þm. um að undanfarna daga og jafnvel vikur, hafa vissir nefndarmenn í hv. allshn. viljað taka ákæruvaldið úr höndum saksóknarans og fara með það sjálfir. Kalla hann til yfirheyrslu í allshn. ásamt öllum öðrum sem komið hafa að þessu máli. (Gripið fram í: Þetta er rangt.) Því miður liggur þetta svona og fleiri geta vitnað um það en ég.