Almannatryggingar

Þriðjudaginn 17. febrúar 1998, kl. 19:05:40 (3975)

1998-02-17 19:05:40# 122. lþ. 69.2 fundur 459. mál: #A almannatryggingar# (endurgreiðsla sérfræðikostnaðar) frv., JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 122. lþ.

[19:05]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst að hæstv. ráðherra komist ekki hjá því í þessari umræðu að segja til um það hvort hún geri greinarmun á þessum sjúklingum. Ég vona að fleiri þingmenn reyni að fá fram skoðun ráðherrans á því hvort greiða eigi fyrir allan þann hóp sem leitað hefur til sérfræðinga meðan þeir hafa verið án samninga. Þeir sjúklingar hafa þurft að borga lækniskostnaðinn að fullu. Ég held að heilbrn. hljóti að komast að þeirri niðurstöðu verið sé að brjóta lög um réttindi sjúklinga í þeim tilvikum að endurgreiðsla fáist ekki. Eins væri það brot á stjórnarskránni. Þannig bið ég hæstv. ráðherra, þó ekki væri nema hér í ræðustól, að lofa að hugleiða þetta mál. Ég teldi það mjög mikilvægt þar sem hæstv. ráðherra virðist ætla að gera stór mistök í þessu máli.