Almannatryggingar

Þriðjudaginn 17. febrúar 1998, kl. 19:21:46 (3980)

1998-02-17 19:21:46# 122. lþ. 69.2 fundur 459. mál: #A almannatryggingar# (endurgreiðsla sérfræðikostnaðar) frv., MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 122. lþ.

[19:21]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ekki nægjanleg trygging fyrir okkur að heyra frá hæstv. ráðherra að hún trúi því ekki að læknar valdi slíkri mismunun varðandi greiðslu til sjúklinga sem frv. gerir ráð fyrir. Það er ósköp einfaldlega ekki hlutverk lækna að tryggja jafnan rétt sjúklinga til heilbrigðisþjónustu. Það er hlutverk löggjafans og framkvæmdarvaldsins, ekki þeirra, og þess vegna er ekki hægt að fallast á að þetta svar sé nægjanlegt fyrir okkur sem viljum sjá að þeim lögum, sem eiga að tryggja jafnan rétt sjúklinga til þjónustu, sé framfylgt.