Almannatryggingar

Þriðjudaginn 17. febrúar 1998, kl. 19:25:33 (3984)

1998-02-17 19:25:33# 122. lþ. 69.2 fundur 459. mál: #A almannatryggingar# (endurgreiðsla sérfræðikostnaðar) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 122. lþ.

[19:25]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég virði það við hv. þingmenn að þeir skuli vera sammála mér varðandi markmiðin, þau eru alveg skýr. En það er ekki hægt að svara á þessari stundu einhverjum spurningum sem eru ef eða kannski. Það er það sem hv. þm. eru að þrýsta þeirri konu sem hér stendur til að svara. Ef eða kannski. Mér finnst aðalatriðið vera að við séum sammála um markmiðin. Við stefnum að þeim sameiginlega og síðan verður tekið á því sérstaklega ef þeim markmiðum verður ekki náð.