Launamunur verkakvenna og verkakarla

Miðvikudaginn 18. febrúar 1998, kl. 13:56:20 (3999)

1998-02-18 13:56:20# 122. lþ. 70.2 fundur 469. mál: #A launamunur verkakvenna og verkakarla# fsp. (til munnl.) frá félmrh., ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 122. lþ.

[13:56]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Aðeins í tilefni þeirra orða sem hér voru sögð síðast að bágan hlut verkakvenna mætti að hluta til rekja til útboða á vegum ríkisins, skúringa t.d., og að heyra hæstv. ráðherra svara spurningunni um lágmarkslaun, þá vildi ég fá að vita hvort hæstv. ráðherra ætli að beita sér fyrir því að ríkið láti af útboðum á skúringum t.d. í skólum og öðrum opinberum stofnunum.