Launamunur verkakvenna og verkakarla

Miðvikudaginn 18. febrúar 1998, kl. 13:59:41 (4001)

1998-02-18 13:59:41# 122. lþ. 70.2 fundur 469. mál: #A launamunur verkakvenna og verkakarla# fsp. (til munnl.) frá félmrh., félmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 122. lþ.

[13:59]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ég er ekki einungis að bregðast við fyrirspurninni þó ég sé þakklátur að hafa fengið hana. Nokkru áður en hún var lögð fram setti skrifstofustjórinn í félmrn., Sigríður Lillý Baldursdóttir, sig í samband við fulltrúa frá ASÍ til að ræða þetta mál. Þetta er niðurstaðan af þeim samtölum sem við í félmrn. höfum átt við aðila vinnumarkaðarins.

[14:00]

Ég hef jafnframt óskað eftir samstarfi við Sókn um að greina aðstæður og leita ráða til úrbóta vegna atvinnuleysis Sóknarkvenna. Sömuleiðis hef ég leitað eftir samstarfi við VR og ég veit að báðir þessir aðilar eru tilbúnir að leggja vinnu í að leita þarna leiða.

Ég er ekki tilbúinn að fordæma útboð. Þegar útboð voru tekin upp t.d. í Vegagerðinni var ég mjög tortrygginn á þá ráðstöfun en ég hef sannfærst um að þau eiga rétt á sér. Ég er hins vegar tilbúinn að fordæma gerviverktöku og ég hef margítrekað leitað eftir samstarfi við aðila vinnumarkaðarins til að reyna að ... (ÖJ: Hvað með útboð á skúringum?) Ég vil ekki undanskilja skúringar. Ég tel að útboð geti komið þar til greina, en gerviverktaka er orðin meinsemd á íslenskum vinnumarkaði og ég vil vinna gegn henni.

Ég vil bíða eftir athugun nefndarinnar og í framhaldi af því taka ákvarðanir um hvað helst er til ráða.