Skipulagsbreytingar í heilbrigðisþjónustu

Miðvikudaginn 18. febrúar 1998, kl. 15:00:30 (4027)

1998-02-18 15:00:30# 122. lþ. 70.6 fundur 450. mál: #A skipulagsbreytingar í heilbrigðisþjónustu# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 122. lþ.

[15:00]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Ég tel að þetta hafi verið ágætis ábending hjá hv. þm. Ögmundi Jónassyni enda las ég fsp. hans áðan tvisvar upp. Það er rétt sem hv. þm. sagði, þetta er mjög almenns eðlis, en reglan er sú að þegar um þýðingarmikil mál er að ræða þá fá félagasamtök heilbrigðisstétta málið til umsagnar og það er að mínu mati hin rétta leið. Eins og kom fram áðan er útilokað að allar 26 starfsstéttirnar fjalli um öll mál því þá mundum við aldrei taka neina ákvörðun.