Málefni Hanes-hjónanna

Miðvikudaginn 18. febrúar 1998, kl. 16:07:01 (4053)

1998-02-18 16:07:01# 122. lþ. 70.12 fundur 422. mál: #A málefni Hanes-hjónanna# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 122. lþ.

[16:07]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Bæði á Alþingi og í dómsorði sjálfs Hæstaréttar hefur komið fram að Hanes-hjónin hafi verið beitt órétti hér á landi. Brotið var á lögvörðum réttindum þeirra þegar þau voru svipt ættleiddu barni sínu. Nú er spurningin þessi: Á að beita þetta fólk enn meira ranglæti?

Hanes-hjónin höfðu verið sökuð um brot á umgengnisrétti í Bandaríkjunum og þessum ásökunum vilja þau svara fyrir rétti þar í landi. Þangað vilja þau mæta sem frjálst fólk og verja rétt sinn sem frjálst fólk. Bandaríkjamenn neita þessu og vilja skilyrðislaust framsal. Hæstiréttur Íslands segir ekki skilyrði fyrir slíku og hæstv. dómsmrh. Íslands stendur nú frammi fyrir þessu. (Forseti hringir.) Ætlar hann að hlýða fyrirskipunum Bandaríkjanna eða fara að vilja íslenska réttarkerfisins? Ég er ekki í vafa um hvaða leið ég vil fara. Ég vil fara leið íslenska réttarkerfisins sem á auk þess samleið með sanngirninni.