Málefni Hanes-hjónanna

Miðvikudaginn 18. febrúar 1998, kl. 16:09:33 (4055)

1998-02-18 16:09:33# 122. lþ. 70.12 fundur 422. mál: #A málefni Hanes-hjónanna# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., KÁ
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 122. lþ.

[16:09]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Hér er um afar sérstakt mál að ræða og eins og við þekkjum úr dómskerfi okkar og samskiptum við aðrar þjóðir þar sem átök um börn eiga í hlut verða slík mál afar erfið. Mér fannst hæstv. dómsmrh. koma sér hjá því að svara þriðju spurningunni. Hann vísar til lægra stjórnvalds en hér er auðvitað um mannúðarmál að ræða og mikil þörf á því að binda endi á það mikla óöryggi sem Hanes-hjónin búa við.

Réttarvitund Bandaríkjamanna og meðferð þeirra á föngum er allt önnur en við þekkjum og Hæstiréttur hefur kveðið upp úr um að þarna beri að fara að með gát. Ég skora á hæstv. dómsmrh. að skoða málið með mjög jákvæðum hætti og að við sýnum og sönnum að við virðum mannréttindi og að við viljum aðstoða fólk í jafnerfiðum málum og um er að ræða. (Forseti hringir.) Við erum að krefja aðrar þjóðir um að þær standi við sitt í slíkum sambærilegum málum.