Málefni Hanes-hjónanna

Miðvikudaginn 18. febrúar 1998, kl. 16:11:47 (4057)

1998-02-18 16:11:47# 122. lþ. 70.12 fundur 422. mál: #A málefni Hanes-hjónanna# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., ÖS
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 122. lþ.

[16:11]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Ég var stoltur af Hæstarétti Íslands þegar hann staðfesti að Hanes-hjónunum skyldi ekki vísað úr landi af mannúðarástæðum. Ég var ekki stoltur af dómsmrn. þegar það kom í veg fyrir að hjónin fengju að njóta lögvarins réttar síns þegar barnið var tekið af þeim og sent úr landi. Mér finnst að Íslendingar eigi þessu fólki skuld að gjalda.

Ég tek af heilu hjarta undir hugmynd hv. þm. Guðrúnar Helgadóttur. Hér á Alþingi kost á að grípa inn í málið og leysa það í eitt skipti fyrir öll. Ég tel að hæstv. dómsmrh. hefði verið maður að meiri ef hann hefði viljað segja það hreint út að ef málið kæmi til kasta hans mundi hann beita sér fyrir því að þetta fólk fengi hér landvistarleyfi af mannúðarástæðum vegna þess að gild rök liggja fyrir því að slíkt leyfi verði veitt. Við skuldum þessu fólki það.