Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu

Fimmtudaginn 19. febrúar 1998, kl. 12:16:16 (4083)

1998-02-19 12:16:16# 122. lþ. 72.4 fundur 359. mál: #A eignarhald og nýting á auðlindum í jörðu# frv., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 122. lþ.

[12:16]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Það hefur alltaf verið stefna Framsfl., og hún hefur ekki breyst í áranna og áratuganna rás, að virða eignarrétt einstaklinganna. Það er ekki hægt að leggja fram á Alþingi frumvörp til laga sem brjóta svo bersýnilega gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar eins og þau frv. sem Alþb. og Alþfl. og Kvennalistinn hafa lagt fram. Framsfl. stendur ekki að slíkri tillögugerð. Eins og ég sagði áðan er sú leið sem þarna er farin, að skilgreina og tryggja einkaeignarréttinn skýrum stöfum í frv. en um leið að fá víðtækar nýtingarheimildir í almannaþágu, eina færa leiðin í þessu máli.