Skipan opinberrar nefndar um auðlindagjald

Fimmtudaginn 19. febrúar 1998, kl. 17:23:10 (4137)

1998-02-19 17:23:10# 122. lþ. 72.8 fundur 465. mál: #A skipan opinberrar nefndar um auðlindagjald# þál., VS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 122. lþ.

[17:23]

Valgerður Sverrisdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tel það hól þegar hv. þm. segir að ég sé framsóknarleg. Ef ég væri ekki framsóknarleg þá væri ég ekki í Framsfl.

Hins vegar fjallaði ég býsna jákvætt um þessa tillögu. Ég styð það að þessi mál verði skoðuð af yfirvegun í þessari níu manna nefnd þar sem Framsfl. mun eiga tvo fulltrúa. Það er verið að tala um gjöld en ekki skatta.

Ég get vel skilið að hv. þm. sé dálítið taugaveiklaður yfir þessu vegna þess að þarna kemur upp ágreiningur á milli hans flokks annars vegar og Alþb. hins vegar. Hann á sjálfsagt erfitt með að sætta sig við það vegna þess sem fram undan er þó ekki verði höfð fleiri orð um það.