Dánarvottorð o.fl.

Þriðjudaginn 24. febrúar 1998, kl. 18:48:16 (4191)

1998-02-24 18:48:16# 122. lþ. 74.10 fundur 464. mál: #A dánarvottorð# (heildarlög) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 122. lþ.

[18:48]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og ég sagði í ræðu minni áðan er mikilvægt að sú útgáfa dánarvottorða verði skilvirkari en hún er nú og þeir sem best þekkja til mála telja að þetta sé skilvirkasta leiðin. Þetta er alveg sama leið og hefur verið farin með fæðingarvottorð en á árum áður var það sú leið sem í dag er farin með dánarvottorð og við höfum góða reynslu af því þannig að það módel er valið.