Dánarvottorð o.fl.

Þriðjudaginn 24. febrúar 1998, kl. 19:11:55 (4197)

1998-02-24 19:11:55# 122. lþ. 74.10 fundur 464. mál: #A dánarvottorð# (heildarlög) frv., KÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 122. lþ.

[19:11]

Kristín Ástgeirsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér fannst margt mjög athyglisvert koma fram í ræðu hv. þm. Guðmundar Árna Stefánssonar og hjá mér vaknaði spurning sem mig langar að beina til hæstv. heilbrrh. en ég veit auðvitað ekki hvort hún hefur svör við henni. Er til einhver úttekt á því hvernig krufningum hefur verið beitt hér? Kannaði nefndin það? Er t.d. algengt að fólk sem deyr af slysförum sé almennt krufið? Hefur þetta verið kannað? Byggjast þær breytingar sem hér er verið að gera á þessum lögum á einhverri könnun á því hvernig þetta hefur verið í reynd?