Tímareikningur á Íslandi

Miðvikudaginn 25. febrúar 1998, kl. 18:09:38 (4242)

1998-02-25 18:09:38# 122. lþ. 75.14 fundur 309. mál: #A tímareikningur á Íslandi# frv., GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur, 122. lþ.

[18:09]

Guðmundur Hallvarðsson (andsvar):

Herra forseti. Ég held að ég svari þessu með því og láti sem næst máli mínu þá lokið með þessari ágætu vísu eftir Piet Hein í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Hún segir okkur allt:

  • Ef klukkan er eitt hjá okkur,
  • þá er hún á Spáni tvö,
  • en átta á Indlandsskaga
  • og austur hjá Volgu sjö.
  • Hve gæfan er okkur örlát
  • sem ekki verðskuldum neitt
  • að kjósa okkur land með þeim kostum
  • að klukkan er eitt klukkan eitt.