Hollustuhættir

Þriðjudaginn 03. mars 1998, kl. 14:25:43 (4262)

1998-03-03 14:25:43# 122. lþ. 76.2 fundur 194. mál: #A hollustuhættir# (heildarlög) frv., HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 122. lþ.

[14:25]

Hjörleifur Guttormsson:

Herra forseti. Sú grein sem hér eru greidd atkvæði um varðar veitingu starfsleyfa. Á greininni hafa verið gerðar mjög róttækar breytingar frá upphaflegri grein frv. Í raun stóð þar ekki steinn yfir steini. Breytingarnar eru í rétta átt. Gert er ráð fyrir því að Hollustuvernd ríkisins eða heilbrigðisnefndir gefi út öll starfsleyfi. Ætlunin var, að því er varðaði stóriðju miðað við fjárfestingu upp á 950 milljónir, að um þau mál vélaði umhvrh. einn, bæði útgáfu starfsleyfa og kærumeðferð. Þessi breyting er til mikilla bóta og ég styð hana að sjálfsögðu.