Hollustuhættir

Þriðjudaginn 03. mars 1998, kl. 14:34:38 (4264)

1998-03-03 14:34:38# 122. lþ. 76.2 fundur 194. mál: #A hollustuhættir# (heildarlög) frv., HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 122. lþ.

[14:34]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Sá liður sem hér er gert ráð fyrir að falli niður er svohljóðandi:

,,Á hverju eftirlitssvæði skulu starfa a.m.k. tveir heilbrigðisfulltrúar í fullu starfi og skal annar þeirra jafnframt vera framkvæmdastjóri eftirlitsins.``

Þetta er fellt niður og eins og á að afgreiða greinina samkvæmt tillögu meiri hlutans er lágmarkið fært niður í einn heilbrigðisfulltrúa í stað tveggja á sama tíma og eftirlitssvæðin eru stækkuð mjög mikið. Þetta eru slæmar kveðjur til þeirra sem eiga að sinna heilbrigðiseftirliti á landinu.