Tekjuskattur og eignarskattur

Miðvikudaginn 04. mars 1998, kl. 14:38:47 (4327)

1998-03-04 14:38:47# 122. lþ. 79.1 fundur 354. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# frv., ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur, 122. lþ.

[14:38]

Ísólfur Gylfi Pálmason:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þm. Ágústi Einarssyni fyrir að kynna þetta frv. í þingsal. Frv. er athyglisvert og ég er viss um að ef það nær fram að ganga kemur það til með að geta styrkt menningarlíf á Íslandi á fjölbreytilegan hátt, eins og þingmaðurinn hefur rakið hér, hvað varðar leiklist, tónlist, myndlist og ýmiss konar vísindastarfsemi.

Oft og tíðum þegar við fjöllum um atvinnumál gleymum við því að menningin er líka atvinna. Það höfum við séð í gegnum þær kvikmyndir sem framleiddar eru á Íslandi. Það höfum við einnig séð í gegnum tónlistariðnaðinn. Björk Guðmundsdóttir er ákaflega gott dæmi um þetta sem skapandi listamaður og hefur vakið athygli á þessu á Íslandi.

Þetta frv. er allrar athygli vert og ég er ekki frá því að ef það nær fram að ganga komi það til með að auðga mannlíf og menningarlíf hér á landi.