Ummæli þingmanns í fréttaviðtali

Fimmtudaginn 05. mars 1998, kl. 10:54:36 (4352)

1998-03-05 10:54:36# 122. lþ. 80.93 fundur 246#B ummæli þingmanns í fréttaviðtali# (aths. um störf þingsins), VS
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 122. lþ.

[10:54]

Valgerður Sverrisdóttir:

Hæstv. forseti. Ég sit í hv. efh.- og viðskn. en var reyndar stödd erlendis þegar þetta mál var tekið þar fyrir og missti því af þessari umfjöllun.

Það sem varð til þess að ég kvaddi mér hljóðs voru orð hv. þm. Lúðvíks Bergvinssonar þegar hann sagði að hv. þm. í efh.- og viðskn. þyrftu að vera samkvæmir sjálfum sér og taldi upp nokkur atriði í því sambandi. Ég vil nefna það hér að ég tel að þingmenn jafnaðarmanna ættu að hugsa um það hvort þeir ættu ekki að reyna að vera svolítið samkvæmir sjálfum sér eftir því hvaða þingmaður á í hlut og eftir því hvaða nefnd á í hlut. Í hv. allshn. vildi þingmaður jafnaðarmanna taka fyrir mál sem alls ekki varðaði Alþingi þannig að ég hvet eindregið til þess að þingflokkur jafnaðarmanna taki þetta mál til umfjöllunar og reyni að móta sér stefnu í málinu.