Ummæli þingmanns í fréttaviðtali

Fimmtudaginn 05. mars 1998, kl. 11:02:33 (4358)

1998-03-05 11:02:33# 122. lþ. 80.93 fundur 246#B ummæli þingmanns í fréttaviðtali# (aths. um störf þingsins), LB (ber af sér sakir)
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 122. lþ.

[11:02]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Hv. þm. er nú eiginlega að snúa þessu upp í einhverja kómedíu. En málið er einfaldlega það að ég gagnrýndi þessa aðstöðu mjög harkalega og taldi þetta mjög óeðlilegt. Og ef hv. þm. þykir þetta ekki vera frekar undarleg uppákoma og vægast sagt misnotkun á aðstöðu þá held ég að hv. þm. verði að endurskoða viðhorf sín til siðferðis í pólitík.