Áfengislög

Fimmtudaginn 05. mars 1998, kl. 17:08:25 (4393)

1998-03-05 17:08:25# 122. lþ. 80.15 fundur 478. mál: #A áfengislög# (heildarlög) frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 122. lþ.

[17:08]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Hæstv. forseti. Það má eflaust færa einhver rök fyrir því að samkvæmt rétttrúnaði, hugmyndafræði frjálshyggjunnar, hafi verið stigið eðlilegt skref og við vitum að því skrefi var ákaft fagnað í Verslunarráðinu og hjá þeim sem hagnast á því að höndla með brennivín og tóbak. En fyrir skattborgara og fyrir landslýð allan var þetta skref aftur á bak. Það hefur sýnt sig og verið staðfest í svari frá fjmrn. við spurningu minni um eftirlit með áfengissölu að eftirlitið er í molum og ástæðuna má að verulegu leyti rekja til þeirrar lagabreytingar sem gerð var vorið 1995 þannig að í þeim skilningi getur varla verið um eðlilegt skref að ræða. Ef menn gera mistök eiga þeir að vera menn til að játa þau og færa til betri vegar að nýju.