Áfengislög

Fimmtudaginn 05. mars 1998, kl. 17:10:39 (4395)

1998-03-05 17:10:39# 122. lþ. 80.15 fundur 478. mál: #A áfengislög# (heildarlög) frv., dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 122. lþ.

[17:10]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég vék að báðum þessum atriðum í ræðu minni áðan. Um lækkun áfengiskaupaaldursins sagði ég að auðvitað væri það atriði sem væri eðlilegt að menn fjölluðu um og eðlilegt að hv. nefnd skoðaði það. Varðandi opnunartíma gerir frv. ráð fyrir því að sveitarfélögin fái það vald að ákveða opnunartímann. Þeim er um leið frjálst að taka ákvarðanir um frjálsan opnunartíma til reynslu eða hafa hvaða annan hátt þar á sem þau telja að þjóni best hagsmunum íbúa í viðkomandi sveitarfélagi.