Húsnæðismál

Föstudaginn 06. mars 1998, kl. 14:52:54 (4444)

1998-03-06 14:52:54# 122. lþ. 81.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv., SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 122. lþ.

[14:52]

Svavar Gestsson (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þm. Arnbjörgu Sveinsdóttur fyrir ágæta ræðu og sérstaklega hreinskilna um efni málsins vegna þess að hún sagði satt. Hún sagði: Í rauninni er ekki gert ráð fyrir neinni félagslegri aðstoð í þessu frv. Það er kjarni málsins og ég þakka henni fyrir að segja það jafnumbúðalaust og hún gerði.