Húsnæðismál

Föstudaginn 06. mars 1998, kl. 14:53:21 (4445)

1998-03-06 14:53:21# 122. lþ. 81.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv., ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 122. lþ.

[14:53]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég heyri að hv. 8. þm. Reykv. hefur ekki hlustað á alla ræðuna því að hún fjallaði að mestu leyti um það hvernig á að leysa úr þörf fyrir félagslegar aðgerðir til þess að fólk geti eignast þak yfir höfuðið. Ég fór yfir það hvernig ástandið er núna og hvað við erum að gera til þess að breyta því. Ég orðaði það víst svo í lokin að þetta væri ekki félagsleg aðstoð í því formi sem hún er núna, þ.e. niðurgreiðsla á vöxtum, heldur kemur aðstoðin til fólks í gegnum vaxtabótakerfið og kemur í gegnum skattkerfið þess í stað. Það má segja að þetta séu ekki félagslegar aðgerðar per se. Þetta eru þær aðgerðir sem við notum í öllu húsnæðislánakerfinu og koma öllum til góða, jafnt þeim sem eru lágt launaðir og þeim sem eru það ekki og þurfa ekki á þessari félagslegu aðstoð að halda.