Húsnæðismál

Föstudaginn 06. mars 1998, kl. 14:56:38 (4447)

1998-03-06 14:56:38# 122. lþ. 81.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv., ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 122. lþ.

[14:56]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ítreka að hér er um aðgerðir að ræða til að koma til móts við þörf þess fólks sem áður hefur verið í félagslega íbúðakerfinu. Hv. þm. nefndi að ef til vill mundi veljast svo vont fólk til sveitarstjórnarstarfa í einhverjum kaupstað úti á landi að það vildi ekki sinna þeirri frumskyldu sinni að sjá til þess að til væru félagsleg úrræði til að hjálpa fólki að fá þak yfir höfuðið. Ég verð bara að segja það eitt við þessu að ég held að engin ástæða sé til að óttast það. Þetta eru skyldur sveitarfélaganna og ég hef ekki nokkra einustu ástæðu til að ætla annað en að sveitarfélögin muni sinna þeim skyldum sínum. Þetta eru frumskyldur.