Húsnæðismál

Föstudaginn 06. mars 1998, kl. 15:30:41 (4449)

1998-03-06 15:30:41# 122. lþ. 81.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 122. lþ.

[15:30]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. gat þess að hún óttaðist að sveitarfélögin mundu ekki losna við félagslegar íbúðir. Þau mundu ekki geta selt þær og þær mundu standa auðar. Á hv. þm. við að fólk vilji ekki búa í þessum félagslegu íbúðum sem þó hefur sýnt sig að eru dýrari og jafnvel betri en aðrar íbúðir? Af hverju vill fólk ekki búa í þessum íbúðum? Er þetta hugsanlega einhvers konar ,,gettó`` eða bæjarblokkabragur sem á þessu hvílir? Er þetta ekki mjög neikvæð einkunn um núverandi húsnæðiskerfi?