Húsnæðismál

Mánudaginn 09. mars 1998, kl. 16:13:36 (4456)

1998-03-09 16:13:36# 122. lþ. 82.16 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 122. lþ.

[16:13]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Það er mikill myndarskapur á ráðherradómi hv. 5. þm. Reykn. Hún segist hafa borið inn frv. Var henni sama hvað stóð í frv.? Vildi hún ekki hafa einhver áhrif á það hvað stóð í frv.? Og frá hverjum var hún að bera þetta frv.? Það er eins og hv. þm. hafi verið viljalaus þegar hún var ráðherra. Frv. lagði hún fram. Það var lagt fram sem stjórnarfrv. á ábyrgð hennar sem félmrh. og þýðir ekkert fyrir hana að ætla að sverja af sér móðernið í þessu máli.

Nú hef ég að vísu ekki, eins og ég sagði áðan, lesið stefnu Sjálfstfl. í húsnæðismálum en mér þykir ekki ósennilegt að eitthvað sé minnst á ríkisábyrgð húsbréfa þar. Og eins og ég sagði áðan þá verður Íbúðalánasjóður ekki einkavæddur meðan ég verð í félmrn.