Húsnæðismál

Mánudaginn 09. mars 1998, kl. 16:17:04 (4458)

1998-03-09 16:17:04# 122. lþ. 82.16 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 122. lþ.

[16:17]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég veit ekki betur en ég hafi sjálfur gert tillögu um það á föstudaginn að þessu máli yrði vísað til hv. félmn. Ég hef verið hér enn lengur en hv. 5. þm. Reykn. og ég veit alveg hvernig nefndir starfa á Alþingi. Að sjálfsögðu getur félmn. gert athugasemdir við þetta frv. Að sjálfsögðu getur hún breytt því. Ég áskil mér meira að segja sjálfur rétt til þess að beina til félmn. breytingarhugmyndum við þetta frv. Frv. er ekki endanlega smíðað fyrr en það er afgreitt á Alþingi. Ég hef hins vegar óskað eftir að það verði gert fyrir þinglok í vor.

Hv. 13. þm. Reykv. hótaði því, og ég held ég muni orðalag hennar rétt, að standa hér í ræðustól til vors og hindra þannig framgang málsins. Þetta kalla ég hótun um málþóf og ekkert annað. Auðvitað er prýði að henni hér í fundarsal.