Húsnæðismál

Mánudaginn 09. mars 1998, kl. 18:45:29 (4499)

1998-03-09 18:45:29# 122. lþ. 82.16 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv., Forseti StB
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 122. lþ.

[18:45]

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti telur að það eigi ekki að koma hv. þm. á óvart að leitast sé við að ljúka þessari umræðu, svo margir hv. þm. sem eru nú á mælendaskrá. Og það er ekkert óvenjulegt að til þess séu notaðir kvöldfundir, ekki síst þegar um eins langa mælendaskrá er að ræða og raun ber vitni núna. Gert hafði verið ráð fyrir því að forseti þingsins næði að koma á fundi fyrir kvöldmat með formönnum þingflokka en vegna sérstakra aðstæðna hefur forseti verið upptekinn við annað en ég vona að af því geti orðið sem allra fyrst.