Byggingar- og húsnæðissamvinnufélög

Þriðjudaginn 10. mars 1998, kl. 17:24:56 (4539)

1998-03-10 17:24:56# 122. lþ. 83.2 fundur 508. mál: #A byggingar- og húsnæðissamvinnufélög# frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 122. lþ.

[17:24]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Engin áform eru uppi um að breyta þessum hlutföllum með hlutareignina. Ef ég má benda á 2. gr. þar sem eru orðskýringar:

,,Búseturéttur er réttur félagsmanns í húsnæðissamvinnufélagi til að öðlast ótímabundinn rétt yfir íbúð sem byggð hefir verið eða keypt á vegum húsnæðissamvinnufélags.``

Síðan vitna ég til 18. gr.: ,,Húsnæðissamvinnufélögum er heimilt að sækja um lán úr Íbúðalánasjóði til kaupa á íbúðarhúsnæði sem síðan er ráðstafað með búseturétti. Húsnæðið skal fullnægja þeim almennu kröfum sem gerðar eru um íbúðarhúsnæði og kaupverð má ekki vera hærra en nemur byggingarkostnaði nýrrar íbúðar að frádregnum afskriftum.``

Ég vona að það sé alveg skýrt að engin áform eru uppi um að slá af búsetukerfið. Hér er um frjáls félagasamtök að ræða og ekki eru áform um að skerða frelsi þeirra.