Smíði á varðskipi

Miðvikudaginn 11. mars 1998, kl. 14:56:57 (4593)

1998-03-11 14:56:57# 122. lþ. 84.7 fundur 474. mál: #A smíði á varðskipi# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., StG
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 122. lþ.

[14:56]

Stefán Guðmundsson:

Virðulegi forseti. Ég vil eins og aðrir þakka fyrirspyrjanda fyrir að leggja þessar fyrirspurnir fram og eru hér að gerast gleðileg tíðindi fyrir okkur öll sem barist höfum lengi fyrir bættum hag íslensks skipaiðnaðar og svo sannarlega var klukkan orðin hálftólf í þeim efnum fyrir fáum árum þegar sá iðnaður var svo gott sem að leggjast af. En ég kem fyrst og fremst upp til að þakka bæði hæstv. iðnrh. og hæstv. sjútvrh. (Gripið fram í: Dómsmrh.) dómsmrh. og sjútvrh. fyrir vinsamleg orð í þessu máli. Ég segi það hér og nú að vissulega hafa gerst gleðitíðindi fyrir íslenskan iðnað og ég trúi því að þessir tveir hæstv. ráðherrar sem með þetta mál fara hviki ekki frá því sem þeir hafa gefið vilyrði fyrir, að þetta nýja varðskip verði smíðað á Íslandi. Til þess höfum við alla burði. Hér er mikil þekking og góðir fagmenn.