Stofnun hlutafélags um síldarútvegsnefnd

Mánudaginn 16. mars 1998, kl. 15:56:28 (4692)

1998-03-16 15:56:28# 122. lþ. 88.20 fundur 558. mál: #A stofnun hlutafélags um síldarútvegsnefnd# frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 88. fundur, 122. lþ.

[15:56]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Að undanförnu hefur verið unnið að þessu máli. Niðurstöður liggja ekki endanlega fyrir. Ég vænti þess að hægt verði að kynna þær og koma með þær til umfjöllunar á Alþingi innan skamms. Ég hef sagt að unnið sé út frá því að hafa bráðabirgðaskipan á þeim málum þar til við sjáum hver þróunin verður. Auðvitað er ekki hægt að segja neitt til um það nákvæmlega í dag. Við vitum ekki hvenær síldin kemur í auknum mæli inn í íslenska lögsögu. Við vonum að það verði sem allra fyrst en fáum engu þar um ráðið. Við verðum að skapa okkur svigrúm til þess að taka nýjar ákvarðanir þegar sú gleðilega þróun verður.