Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 17. mars 1998, kl. 14:29:51 (4709)

1998-03-17 14:29:51# 122. lþ. 89.2 fundur 524. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (vaxtabætur) frv., forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 122. lþ.

[14:29]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég var sveitarstjórnarmaður í 20 ár og umgekkst sveitarstjórnarmenn mjög mikið. Á þeim árum tók ég eftir því að fá mál brunnu heitar á sveitarstjórnarmönnum en húsnæðismál íbúanna í sveitarfélögunum. Sveitarstjórnarmenn eru í miklu návígi við íbúana og húsnæðismál og vandræði fólks varðandi húsnæði er inni á borðum sveitarstjórnarmannanna daglega, bæjarstjóranna, borgarstjóranna og sveitarstjóranna almennt. Það er því ekki boðlegt að segja að þeir hafi einhver annarleg sjónarmið í þessum efnum og taki sjónarmið sveitarfélaga af einhverjum þröngum skilningi fram yfir hagsmuni íbúanna. Ég vil undirstrika þennan þátt.

[14:30]

Í annan stað sagði hv. þm. meiri líkur á því að hann hefði hér hreinan meiri hluta heldur en hv. þm. Pétur Blöndal. Þá mundi það gerast að þessi frumvörp okkar hæstv. félmrh. mundu heldur lagast. Það er því fremur bjart fram undan einnig hvað varðar það atriði að mati hv. þm.