Bindandi álit í skattamálum

Þriðjudaginn 17. mars 1998, kl. 18:55:09 (4770)

1998-03-17 18:55:09# 122. lþ. 89.4 fundur 552. mál: #A bindandi álit í skattamálum# frv., forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 122. lþ.

[18:55]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Þetta mál er ágætlega unnið og kemur að miklu gagni fyrir fólkið í landinu og fyrirtækin. Ég vek athygli á þessum orðum sem ég nefndi áðan varðandi yfirskattanefnd og í þriðja lagi vek ég athygli á því að frv. er í sjálfu sér líklegt til að létta álaginu af yfirskattanefnd ef menn geta með sæmilegum hætti gert ráðstafanir fyrir fram þannig að þeir þurfi ekki að lenda upp á kant við skattkerfið, heldur vita nákvæmlega hvar þeir standa að mati skattstofunnar og það er líklegt til þess að fækka mjög úrskurðum sem ganga til yfirskattanefndar og síðan til dómstóla.