Forseti (Guðni Ágústsson):
Já og það er enn fremur mjög mikilvægt að efh.- og viðskn. fái þessi mál til meðferðar fyrir morgundaginn. Forseti býst við því að atkvæðagreiðslur geti farið fram milli klukkan ellefu og hálftólf, kannski fyrr. Það fer eftir því hve margir tala í þeim málum sem eru á dagskránni.