Vextir, dráttarvextir og verðtrygging

Þriðjudaginn 17. mars 1998, kl. 22:39:32 (4801)

1998-03-17 22:39:32# 122. lþ. 89.13 fundur 562. mál: #A vextir, dráttarvextir og verðtrygging# (heildarlög) frv., viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 122. lþ.

[22:39]

Viðskiptaráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er gott ef hv. þingmönnum í þessari umræðu vex álit á Seðlabankanum en einhvern veginn hef ég haft það á tilfinningunni að það væri skárra að leita þyrfti álits viðskrh. í þessum efnum og því er þetta sett fram.

Í umræðunni áðan og í ræðu hv. þm. þar sem hann vitnaði í átökin við Seðlabankann, sem ég örlítið man eftir en hv. þm. man auðvitað mun betur sem ráðherra í þáv. ríkisstjórn, um einmitt þessi vaxtamál og þau ákvæði sem þá var verið að setja inn, þá held ég að þau átök ættu að vera hv. þm. ofarlega í huga þegar þessi umræða fer fram.