Skipulag ferðamála

Þriðjudaginn 17. mars 1998, kl. 23:42:59 (4817)

1998-03-17 23:42:59# 122. lþ. 89.15 fundur 546. mál: #A skipulag ferðamála# (ferðaskrifstofur) frv., SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 122. lþ.

[23:42]

Svavar Gestsson (andsvar):

Herra forseti. Hér er endalaust mælt fyrir stjórnarfrumvörpum og búið að tala fyrir einum tíu hér í dag. Þau eiga öll að verða að lögum fyrir vorið. Af hverju gátu menn ekki komið þeim inn fyrr? Hvað hafa menn verið að gaufa í ráðuneytunum? Er svona mikið að gera? Af hverju fær þingið ekki tíma til að skoða þau mál sem ráðuneytin hafa kvotlast með milli handanna mánuðum og missirum saman? Hvað á þetta að þýða?