Skipulag ferðamála

Þriðjudaginn 17. mars 1998, kl. 23:43:34 (4818)

1998-03-17 23:43:34# 122. lþ. 89.15 fundur 546. mál: #A skipulag ferðamála# (ferðaskrifstofur) frv., samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 122. lþ.

[23:43]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Ég get ekki annað en tekið undir með hv. þm. Það er auðvitað æskilegt að frv. komi sem fyrst í þingið. Frv. frá samgrn. hafa raunar verið lögð fyrir jafnt og þétt.

Hér er um það að ræða að tryggja að viðskiptavinir ferðaskrifstofa komist leiðar sinnar og tapi ekki fjármunum. Ég hygg að það sé ekki sama hversu vel sé staðið að undirbúningi frv. af þessu tagi. Alþingi hlýtur undir öllum kringumstæðum að reyna að meta hvort frv. sé til bóta og til neytendaverndar. Ég veit að hv. þm. og samgn. mun reyna að greiða fyrir því að þetta frv. verði að lögum.